Karlakór Kjalnesinga

Metnaðarfullur léttleiki!


Páll Helgason, einn af stofnendum og fyrsti stjórnandi kórsins 1991-2011

Mynd: RaggiÓla úr Mosfellingi 9. mars 2016

 

Nýr kórstjóri Karlakórs Kjalnesinga

Karlakór Kjalnesinga hefur ráðið Láru Hrönn Pétursdóttir í starf kórstjóra frá og með hausti 2023.

 

 

Lára hefur víðtækan grunn úr tónlist, lærði á orgel, harmonikku, gítar, básúnu og var í lúðrasveit, jazzhljómsveit, sinfóníuhljómsveit og bjöllukór í æsku. Hún hefur lokið 8. stig í klassískum söng og sungið bæði með atvinnu og áhugamannakórum og stjórnað sönghópum. Lára segist vera þokkalegur harmonikkuleikari, sé liðtæk í lagaútsetningum og hefur lengi dreymt um að vera í karlakór!

Lára er gift Eiríki Sveini Hrafnssyni og eiga þau saman 3 börn og hund. Búa í Mosfellsbæ en Lára er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Fyrir utan tónlistarmenntun er Lára með BS próf í sjávarútvegsfræði og er með 3ja stig skipstjórnar og hefur verið skipstjóri, stýrimaður, háseti og kokkur á farþegaskipum, ferjum og fiskiskipum. Á sumrin stundar Lára strandveiðar frá Stykkishólmi.

Kórinn býður Láru velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.